Þjóðlag

- ÞJÓÐIN SAMEINAST Í SÖNG -

Sagan

Árið 2011 kviknaði sú hugmynd hjá Halldóri Gunnari Pálssyni kórstjóra Fjallabræðra að fara af stað með eitthvað risastórt.
Nánar tiltekið að heimsækja eins marga staði og mögulegt væri og safna röddum í lokakafla lagsins Ísland sem hann hafði samið við ljóð eftir Jökul Jörgensen ljóðskáld og rakara.


UPPHAFIÐ

Ljóðið fékk Halldór í rakarastólnum árið 2009 hjá Jökli. Fljótlega fæddist lag sem var stórt og mikið.


STÆRRA

Lokakaflinn kallaði á eitthvað stórt og þá kviknaði sú hugmynd að það yrði algjörlega brjálað að fá 1.000 manns til að syngja með. Sú hugmynd stækkaði mjög fljótt og úr varð að markið var sett á 30.000 raddir.
Nú, tæpum þremur árum, rúmlega 150 upptökustöðum, og þúsundum vinnustunda síðar er þetta orðið að veruleika. Afraksturinn að finna hér algerlega endurgjaldslaust og frír til niðurhals fyrir hvern sem er.


TILGANGUR

Tilgangur verkefnisins er að sameina fólk í söng.


HVERJIR STANDA AÐ ÞESSU ?

Að verkefninu standa Fjallabræður við undirspil Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Útsetningu fyrir lúðrasveit annaðist Haraldur V. Sveinbjörnsson.
Unnur Birna Björnsdóttir Fjallabróðir syngur einsöng og í lok lagsins tekur þjóðin undir.
Myndbandið við lagið er unnið af Pétri Kristjáni Guðmundssyni hjá Trailer Park Studios
Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur fylgt verkefninu eftir frá byrjun þess og unnið að heimildamynd fyrir RÚV sem sýnd verður á árinu.


FYLGIST MEÐ

Á næstu vikum munum við svo setja inn ítarefni, myndir og myndbönd af öllu ferlinu. Auk þess sem að nöfn allra þeirra sem skrifuðu í bókina góðu munu verða birt.


Vegferðin var einstök, afraksturinn er ykkar.

Kær kveðja,
FjallabræðurHafa samband        Fjallabræður á Facebook